Jón Páll Ásgeirsson

Á síðunni eru aðalega myndir teknar úti á sjó af skipum og bátum og fl. Einnig eru myndir frá starfi mínu hjá Landhelgisgæslunni. Það er með öllu óheimilt af afrita myndirnar og nota án heimildar. VIRÐIÐ HÖFUNDARRÉTT LJÓSMYNDARANS. Ef þú hefur áhuga á mynd eða myndum hafðu þá samband á jonpa@simnet.is ENDILEGA KVITTIÐ FYRIR INNLIT Á SÍÐUNA

12.11.2014 15:50

BALDUR
2887  Baldur að fara frá Reykjavík í dag áleiðis í Stykkishólm.

02.11.2014 16:21

BALDUR


2887 Baldur í slippnum Reykjavík ný málaður og merktur 1. nóv. 2014

15.10.2014 17:53

BALDUR
2887  BALDUR  kom til landsin fyrir skemstu og liggur í Reykjavíkurhöfn við Ægisgarð, hann er að fara í slipp og einhverjar lagfæringar, en tekur svo við af Gamla-Baldri af því loknu. Mál: Ml: 68.30 m, Skrl: 63,47 m, B: 11,60 m, Br.tonn 1677,03 tonn, Vél: 1840 Kw. 

20.09.2014 16:01

AMELIA ROES


2856 AMELIA  ROES kom til landsins í síðustu viku frá Vestur strönd Mexiko, skipinu var siglt um Panamaskur. Skipið er 191 Br.tonn. Ml: 26,76 m, B: 7,45 m, Vél: Caterpillar 1200 kW. þetta er sama útgerð og Gullfoss, heimahöfn er Akranes. 

05.09.2014 00:14

STURLA GK-12


1272  STURLA  GK-12,  ex GUÐMUNDUR  RE-29 og VE-29,  á siglingu við Eyjagarð í Reykjavík í gær 3. sept. það er nýbúið að skvera hann allan hér í Rvk.

20.08.2014 17:52

MAGNI
MAGNI við komu Lagarfoss til Reykjavíkur

20.08.2014 17:48

LAGARFOSS
LAGARFOSS kemur til Reykjavíkur

14.08.2014 14:25

ÓSKAR MATT VE-17

5208  Óskar Matt VE-17, var nýlega sjósettur eftir miklar breytingar, hér er hann á siglingu fyrir utan Reykjavík höfn.

03.07.2014 18:51

ÓSKAR MATT VE-17
ÓSKAR MATT VE-17, Auðunn Jörgensson er að ljúka við að gera upp bátinn sinn og verður hann sjósettur næstu daga. Mikil vinna hefur farið í bátinn og ekkert til sparað, enda báturinn fallegur hjá honum, sá fallegasti í flotanum.  

19.06.2014 15:22

Ótitlað


2753  GUÐRÚN  SH-156  (Fiski-farþegaskip) við bryggju á Grundafirði, 18. júní. Smíðaður á Akureyri 2008  BT: 31,0 , NT 9,0,  ML: 14,00 m,  SL: 14,0 m,  B: 4 m,  Vél Yanmar 368 kW, 500,48 ha. 
Hann er greinilega að bíða eftir Makrílnum.

02.06.2014 18:32

ÁSI Í BÆ


ÁSI Í BÆ í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn, Auðunn Jörgensson og co. 

02.06.2014 18:28

LUNDI RE-20


950  LUNDI  RE-20, á siglingu á sjómannadaginn. 

18.05.2014 17:53

KRISTRÚN RE-177


2774 KRISTRÚN  RE-177, á útleið frá Reykjavík fyrir nokkru. Þúfan fræga í baksýn, þetta finnst mér sem sjóari vera alveg út í hött að sjá þennan grashaug þarna, þetta er eins og að setja líkan að skipi fyrir framan Bændaskólan. Hvað skildi þessu ósköp hafa kostað. 

18.05.2014 17:41

HELGA MARÍA AK-16


1868  HELGA MARÍA  AK-16, að koma til Reykjavíkur fyrir skmestu, nú er hún orðin ísfiskari, en henni var breitt úr fristitogari í ísfisk í vetur. Það hefur gengið vel á hana síðan hefur maður heyrt. Hún hét áður Haraldur Kristjánsson HF, ég var svo frægur að fara sem háseti á hann á fyrsta úthafskarfa túrinn sem farinn var á Reykjanes hrygginn, ásamt Sjóla frá sömu útgerð. Það var þarna um borð sem flottrollið sem hannað var í þessar veiðar fékk nafni GLORÍA, en Guðmundur hjá Hampiðjunni var með okkur þarna um borð, en ýmis vandamál komu upp, sem gerðu það að verkum að það fékk þetta nafn. Skipstjóri var Páll  Eyjólfsson.  Var lögskráður þar um borð 18. apríl 1989 til 3. maí 1989.

26.04.2014 00:28

SKÓGARFOSS


SKÓGARFOSS á út leið frá Reykjavík

Um mig

Nafn:

Jón Páll Ásgeirsson

Farsími:

892-3902

Afmælisdagur:

2. júlí

Heimilisfang:

Flyðrugrandi 16

Staðsetning:

107 Reykjavík

Heimasími:

551-3901

Um:

Ég er stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og er búinn að taka myndir tengdar sjó síðan 1969.

Tenglar

Flettingar í dag: 717
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 1672
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1247083
Samtals gestir: 306456
Tölur uppfærðar: 19.12.2014 14:52:11